Fréttir

Stund sannleikans

KR átti flotta byrjun í stórslagnum gegn Stjörnunni í kvöld og hafði yfirburði fyrstu 25 mínúturnar. Á 19. mínútu skoraði Aron Bjarki Jósepsson eftir hornspyrnu og atgang í vítateig Stjörnumanna. KR-liðið var betra næstu mínútur en síðan tók leikurinn afar þungbæra stefnu sem erfitt er að sætta sig  við. Okkar menn gáfu eftir og voru yfirspilaðir meirihluta leiktímans. 

lesa meira

KR - Stjarnan; stórleikur á sunnudag

 KR og Stjarnan eigast við á KR-vellinum á sunnudag kl. 18 en þá verður gengið niður óveður sem mun geysa um landið fyrr um daginn. Hins vegar má búast við miklum átökum í leiknum sjálfum. KR hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum gegn Stjörnunni, í deild og bikar, en þeir fóru allir fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Síðast þegar liðin áttust við á KR-vellinum, í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra, vann KR 2-1. 

Lesa frétt

Emil valinn í U-21 árs landsliðið

Emil Atlason er á sínum stað í U-21 árs landsliðshópnum sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppninnar í undankeppni fyrir EM 2015.
 
Ísland leikur gegn Armenum á Fylkisvellinum miðvikudaginn 3. september og Frökkum í Auxerre mánudaginn 8. september.
 
Ísland er fyrir leikina í öðru sæti riðils, en þær fjórar þjóðir er ná besta árangrinum komast í umspil um sæti í lokakeppninni.
 
Emil er markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlakeppninni með sjö mörk í sex leikjum.  

Lesa frétt

Stefán Logi og góður kafli í seinni hálfleik skópu sigurinn

KR vann FRAM 2-1 á Laugardalsvellinum í köflóttum leik. Í fyrri hálfleik gekk fátt upp hjá okkar mönnum, sendingar rötuðu illa á milli manna, óöryggi var í vörninni, lítil barátta - og það voru Framarar sem fengu færin.  Á 12. mínútu var dæmd vítaspyrna á Grétar Sigfinn fyrir brot innan teigs en Stefán Logi varði vítið. Spyrnan var slök en vel gert hjá Stefáni Loga. Gary Martin fékk hættulegt færi á 19. mínútu en hitti ekki boltann og Framarar áttu tvö hættuleg færi úr vítateignum en skutu yfir, og skot stöngina. Staðan 0-0 að loknum bragðdaufum fyrri hálfleik. 

Lesa frétt

FRAM - KR á mánudagskvöld; leikur sem verður að vinnast!

FRAM og KR eigast við í Pepsi-deildinni á Laugardalsvellinum á mánudagskvöld kl. 19.15. KR er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppliðum FH og Stjörnunnar en FRAM er í fallbaráttupakkanum rétt fyrir ofan botnlið Þórs. Ekki þarf að tíunda mikilvægi leiksins fyrir okkar menn sem þurfa á sigri að halda til að setja pressu á toppliðin tvö og eiga möguleika á að verja titilinn. FRAM-arar reyndust okkur erfiðir í fyrri umferðinni en þá vann KR nauman sigur, 3-2. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

KR-Stjarnan

Pepsi deildin

KR völlur

SUNNUDAGURINN 31. ÁGÚST KLUKKAN 18.00

Pepsi deildin

 
1. FH
16 11 5 0 30-11 38
2. STJARNAN 16 10
6
0 30-18 36
3. KR
16
10 2 4 25-16 32
4. VÍKINGUR
16 8 2 6 22-20 26
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012