Fréttir

Tap gegn Celtic í seinni leik liðanna í Edinborg

KR-ingar töpuðu í gær fyrir Glasgow Celtic í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu með fjórum mörkum gegn engu. Það var ljóst frá upphafi að við rammann reip yrði að draga þegar íslenskt félagslið mætir rándýru atvinnumannaliði.
 
Leikurinn í gær fer inn í reynslubankann hjá leikmönnum KR og upplifunin að spila fyrir framan 40.000 eldheita stuðningsmenn Glasgow Celtis er líklega eitthvað sem leikmenn og forráðamenn KR liðsins gleyma seint.
 
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Baldur Sigurðsson og Óskar Örn Hauksson léku sinn 21. Evrópuleik fyrir KR í Skotlandi í gær. Kjartan Henry Finnbogason lék sinn 17. leik og Jónas Guðni Sævarsson sinn sjöunda.
 
Lið KR í leiknum í gær var þannig skipað: Stefán Logi Magnússon - Gunnar Þór Gunnarsson, Aron Bjarki Jósepsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Heiðar Hauksson - Baldur Sigurðsson (f), Jónas Guðni Sævarsson (Abdel Farid Zato Arouna '57), Gonzalo Balbi (Egill Jónsson '73) - Emil Atlason (Emil Atlason '46), Gary John Martin, Kjartan Henry Finnbogason.  
 
Næsta verkefni KR er þegar liðið mætir Blikum í 13. umferð Pepsi deildarinnar á KR vellinum sunnudaginn 27. júlí. 

lesa meira

Rúnar Kristinsson kominn með UEFA Pro þjálfaragráðu

Rúnar Kristinsson útskrifaðist á dögunum með UEFA Pro þjálfaragráðu eftir 18 mánaða nám. Námskeiðið var haldið af enska knattspynusambandinu og með Rúnari á námskeiðinu voru meðal annarra Paul Ince, Ryan Giggs og Graham Kavanagh.
 
Rúnar er nú að undirbúa KR liðið fyrir seinni leik liðsins gegn Glasgow Celtic í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld. Það er vonandi að félagar Rúnars af námskeiðinu geti gaukað að honum góðum ráðum um hvernig best er að leggja skoska liðið af velli.
 
KRReykjavik.is óskar Rúnari innilega til hamingju með gráðuna og sendir honum fingurkoss á kinnina yfir Atlantshafið.   

Lesa frétt

KR mætir Glasgow Celtic ytra í dag

KR leikur gegn Glasgow Celtic í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fer fram á Murrayfield Stadium í Edinborg. Murrayfield tekur tæplega 68.000 manns í sæti og er búist við góðri mætingu í kvöld.
 
Celtic vann fyrri leik liðanna á KR vellinum í síðustu viku með einu marki gegn engu og er ljóst að róðurinn verður þungur í kvöld. Búast má við að KR liðið leiki agðan varnarleik í kvöld og beiti svo skyndisóknum þegar þess gefst kostur.
 
Hér má svipmyndir úr fyrri leik liðanna, http://www.celticfc.tv/freeview?video=1628. 
 
Liðið sem fer áfram í kvöld mætir annað hvort írska liðinu St. Patrick eða pólska liðinu Legia Varsjá í þriðju umferð. 
 
KRReykjavik.is sendir góða strauma til KR liðsins í Edinborg og vonar að Emil Atlason fái sigur í afmælisgjöf í kvöld. 

Lesa frétt

KR barnabúningar til sölu hjá Þráni skóara

Nú geta KR-ingar klætt börnin sín í sparigallann á hátíðarstundum því KR barnabúningarnir fást núna á nýjan leik.
 
Búningarnir eru til sölu hjá Þráni skóara á Grettisgötu 3. Búningarnir eru til í stæðum 0-8 ára. Settið sem inniheldur merktan KR búnining, stuttbuxur og sokka kostar aðeins 10.000 kr.
 
Það er takmarkað magn í boði svo kíkið endilega við hjá Þráni og festið kaup á sparigallanum fyrir börnin.
 
 

Lesa frétt

Góður sigur á Valsmönnum minnkar bilið á toppinn

KR-ingar gerðu góða ferð á Hlíðarenda síðdegis í gær og unnu öruggan 4-1 sigur gegn Vali. KR-ingar léku afar vel í leiknum, náðu upp góðum spilköflum og uppskáru fjögur fín mörk. 
 
Það voru Aron Bjarki Jósepsson, Kjartan Henry Finnbogason, Almarr Ormarsson og Gary John Martin sem skoruðu mörk KR í leiknum.
 
Lið KR í leiknum í gær var þannig skipað: Stefán Logi Magnússon - Guðmundur Reynir Gunnarsson (Gunnar Þór Gunnarsson '61), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Aron Bjarki Jósepsson, Haukur Heiðar Hauksson (Egill Jónsson '76) - Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson (f), Almarr Ormarsson - Emil Atlason, Gary John Martin (Þorsteinn Már Ragnarsson '65), Kjartan Henry Finnbogason. 
 
Næsti verkefni KR er svo útileikur liðsins gegn Glasgow Celtic sem fram fer á Murrayfield í Edinborg á þriðjudagskvöldið. KR þarf þarf þar að vinna upp 1-0 tap liðsins á KR-vellinum á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Verkefnið er vissulega ærið, en bæði KR liðið og önnur lið hafa sýnt það að það er allt hægt í knattspyrnu.
 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

KR-Breiðablik

Pepsi deildin

KR völlur

Sunnudagurinn 27. júlí klukkan 20.00

Pepsi deildin

 
1. FH
12 8 4 0 22-8 28
2. STJARNAN 12 7
5
0 22-14 26
3. KR
12
7 1 4 19-14 22
4. VÍKINGUR
12 7 1 4 15-14 22
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012