Fréttir

KR vann Fjölni í seinni leik Bose mótsins

KR-ingar báru sigurorð af Fjölni í leik um þriðja sætið í Bose bikarnum. Gary Martin skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Emil Atlasyni.
 
Lið KR í leiknum í dag var þannig skipað: Stefán Logi Magnússon - Andri Fannar Freysson, Gunnar Þór Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Björn Þorláksson (Aron Gauti Kristjánsson) - Egill Jónsson (Axel Sigurðarson), Kristinn Jóhannes Magnússon - Gary John Martin, Atli Sigurjónsson, Almarr Ormarsson - Emil Atlason  (Kristófer Eggertsson).
 
Axel Sigurðarson lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk KR, en hann er fæddur árið 1998. 

lesa meira

Pálmi Rafn Pálmason gengur til liðs við KR

Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í bikarherbergi KR nú rétt í þessu.
 
Eftir að tímabilinu lauk nýverið í Noregi gaf Pálmi Rafn það út að samningaviðræður hans við Lilleström gengu erfiðlega.
 
Fleiri lið báru víurnar í Pálma, en hann hefur nú ákveðið að leika í KR búningnum næstu þrjú árin í það minnsta.
 
Pálmi er gríðarlegur fengur fyrir KR og KRReykjavik.is væntir mikils af Pálma á komandi tímabili og býður hann hjartanlega velkominn í Vesturbæinn. 

Lesa frétt

Tilvalin jólagjöf fyrir unga KR-inga

KR-ingar sem vilja klæða börnin sín í sparigallann um hátíðirnar geta tryggt sér KR ungbarnabúning hjá Þráni skóara á Grettisgötu 3.
 
Búningarnir eru til í stærðum 0-8 ára. Settið sem inniheldur merktan KR búnining, stuttbuxur og sokka kostar aðeins 10.000 kr.
 
Það er takmarkað magn í boði svo kíkið endilega við hjá Þráni og festið kaup á sparigallanum fyrir börnin. 

Lesa frétt

Tap gegn Víkingi í Bose bikarnum

KR laut í lægra haldi gegn Víkingi í Bose bikarnum í dag með þremur mörkum gegn tveimur. Bose bikarinn er fjögurra liða æfingamót, en ásamt KR og Víkingi taka Fjölnir og Stjarnan þátt í mótinu. Leiknir eru tveir undanúrslitaleikir og sigurliðin mætast í úrslitaleik. 
 
Víkingur komst yfir í upphafi leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik. KR-ingar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og þá sérstaklega Gary Martin sem skoraði tvö mörk á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins og kom KR í 2-1. Víkingur tryggði sér svo sigurinn í leiknum með tveimur mörkum seint í leiknum.
 
Lið KR í leiknum var þannig skipað: Stefán Logi Magnússon - Andri Fannar Freysson, Gunnar Þór Gunnarsson (Mikael Harðarson), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Almarr Ormarsson - Egill Jónsson, Kristinn Jóhannes Magnússon - Enok Ingþórsson (Guðmundur Andri Tryggvason), Kristófer Eggertsson, Aron Gauti Kristjánsson (Leifur Þorbjarnarson) - Gary John Martin (Atli Hrafn Andrason). 
 
Andri Fannar Freysson er leikmaður Keflavíkur sem lék sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðastliðnu sumri. 

Lesa frétt

Kiddi Magg snýr aftur í Vesturbæinn

Miðjumaðurinn Kristinn Jóhannes Magnússon hefur ákveðið að snúa aftur í Vesturbæinn eftir fimm ára veru í Fossvoginum.
 
Kristinn Jóhannes gekk til liðs við Víking sumarið 2009, en hann var einn af lykilmönnum í góðu gengi Víkings í sumar.
 
Kristinn lék fyrst með meistaraflokki KR árið 2003 og varð Íslandsmeistari með liðinu það árið. Kristinn varð svo bikarmeistari með KR árið 2008. 
 
KRReykjavik.is fagnar komu Kristins og býður hann hjartanlega velkominn á sína heimahaga. 
 
Kristinn gæti spilað sinn fyrsta leik í svarthvíta búningnum þegar KR mætir hans gömlu félögum í Bose bikarnum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.30 og fer fram í Egilshöllinni. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Mest lesið

Næsti leikur

KR-Fjölnir

Bose bikarinn

Egilshöllin

Laugardagurinn 6. des klukkan 14.30

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012