Fréttir

KR - Valur á sunnudagskvöld

KR fær Val í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla á Alvogen-vellinum á sunnudgskvöld. Leikurinn hefst klukkan 20. Hamborgarasala og önnur almenn upphitun hefst í KR-heimilinu kl. 18. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um vonbrigði og jafnvel gremju KR-samfélagsins vegna úrslita síðustu leikja en leikurinn gegn Val er kærkomið tækifæri til að snúa gengi liðsins við.

lesa meira

Næstu leikir KR - Stutt frí hjá Krreykjavik.is

KR sækir Breiðablik heim í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöld. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 20. Á þriðjudagskvöld verður fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna í Pepsi-deildinni í vor, en þá koma FH-ingar í heimsókn. Sá leikur hefst kl. 19.15 á þriðjudagskvöldið. 

Lesa frétt

ALLIR SEM EINN DAGURINN

Knattspyrnuhátíðin ALLIR SEM EINN DAGURINN verður haldin á KR-svæðinu á laugardaginn en hún er fyrir alla flokka KR. Hátíðin hefst kl. 11. Klukkan 11.15 verður fyrirlestur fyrir foreldra knattspyrnuiðkenda í KR-heimilinu um mikilvægi stuðnings foreldra í íþróttum barna og unglinga. 

Lesa frétt

KR hefur í fullu tré við bestu liðin

 KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í miklum baráttuleik á Alvogen-vellinum okkar í Frostaskjóli. Leikurinn minnti á viðureignina við FH um daginn og einkenndist meira af hörkubaráttu en laglegum samleik. Einnig var lítið um færi í leiknum þrátt fyrir tvö mörk. Í heildina var KR ívið betri aðilinn í leiknum en þó ekki hægt að segja að jafntefli hafi verið ósanngjörn úrslit.

Lesa frétt

KR - Stjarnan á þriðjudagskvöld

KR og Stjarnan eigast við í stórleik 4. umferðar á Alvogen-vellinum á þriðjudagskvöld kl. 20. Fyrir leikinn er Stjarnan efst í deildinni með fullt hús stiga og hefur skinið skært í upphafi móts. KR er með fimm stig eftir þrjá leiki en sigurinn gegn FH hefur óneitanlega hresst upp á möguleika liðsins. 

Lesa frétt

 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012