Fréttir

Michael Præst valinn maður leiksins

KR-útvarpið valdi Danann Michael Præst mann leiksins eftir markalausa jafnteflið gegn Víkingum á mánudagskvöld. Michael Præst var vinnusamur á miðjunni og átti þátt í sterkum varnarleik okkar manna í leiknum. 

lesa meira

Sterk vörn - bitlaus sókn

KR og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í fyrrstu umferð Pepsi-deildarinnar á Alvogen-vellinum í kvöld. Þetta var bragðdaufur leikur, völlurinn í slæmu ásigkomulagi, skítakuldi og frekar slök  stemning í stúkunni þrátt fyrir nokkuð góða mætingu. Varnarlega virkaði KR-liðið mjög sterkt í leiknum og það gaf fá færi á sér. Víkingar eru hins vegar líka komnir með mjög þétt lið sem erfitt var við að eiga í kvöld. 

Lesa frétt

KR - Víkingur á mánudagskvöld

KR hefur leik í Pepsi-deildinni 2016 gegn Víkingi á Alvogven-vellinum kl. 19.15 á mánudagskvöld. Liðin mættust fyrir skemmstu í úrslitaleik Lengjubikarsins og þá vann KR 2-0. Víkingur vann hins vegar KR fyrr í þeirri keppni, 3-1.

Lesa frétt

Ný stuðningsmannasveit KR í undirbúningi

Eins og rækilega hefur komið fram í dag hefur stuðningsmannasveitin Miðjan verið lögð formlega niður. Ný stuðningsmannasveit er í undirbúningi. Nokkrir stuðningsmenn eru þegar klárir í sveitina en stefnt er að því að fjölga þeim mikið á næstu dögum. Starf hennar mun mótast af þeim félögum sem ganga liðs við hana og þeir sem stofna sveitina eru opnir fyrir öllum hugmyndum. Þó er ljóst að ákveðið form verður á sveitinni á fyrsta leiknum gegn Víkingi á mánudagskvöld.

Lesa frétt

KR Lengjubikarmeistari eftir góðan sigur á Víkingum

KR vann sigur á Víking í úrslitaleik Lengjubikarsins í Egilshöll í kvöld, 2-0. Leikurinn var mjög fjörugur og bæði lið áttu mörg færi en KR-ingar voru heilt yfir betri. Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR, það fyrra með skalla eftir glæsilega sendingu frá nýliðanum, Valtý Má Michalessyni. Bæði mörkin komu í byrjun síðari hálfleiks.

Lesa frétt

 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012