Fréttir

Naumur sigur í Keflavík

KR vann nauman 1-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Keflavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Pálmi Rafn Pálmason á 71. mínútu og var það mjög slysalegt. Leikmaður Keflavíku skaut þá boltanum í Pálma og boltinn fór af honum í markið. Leikurinn var annars líflegur og bæði lið fengu mörg færi. KR-ingar fengu þó í heildina fleiri og betri færi og sigurinn því sanngjarn. 

lesa meira

Leikir framundan - Keflavík á þriðjudag

Beðist er velvirðingar á því að fréttaskrif á þessum vef hafa legið niðri undanfarnar vikur vegna  utanlandsferðar ritstjóra. Því miður hefur velgengni KR-liðsins einnig legið niðri á sama tíma. Vonbrigðin með gengi liðsins undanfarið eru mikil og engum er gerður greiði  með því að afneita því að liðið hefur engan veginn staðið undir væntingum. 

Lesa frétt

Núna eru allir leikir úrslitaleikir

KR sækir Fjölni í Grafarvoginn í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. Núna eru allir leikir úrslitaleikir, allir jafnmikilvægir, á meðan KR og FH eru efst og jöfn að stigum. Það er barátta um hvert stig og hvert mark sem lagar markatöluna. Fyrir lið sem vill verða Íslandsmeistari er leikurinn við Fjölni í kvöld til dæmis alveg jafn mikilvægur og bikarúrslitaleikurinn gegn Val síðar í mánuðinum. 

Lesa frétt

Frábærir taktar í auðveldum sigri

KR er komið í bikarúrslitin enn eitt árið og mætir Val í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum þann 15. ágúst. KR vann auðveldan sigur á ÍBV í ´undanúrslitum, 4-1. Frábær leikur hjá KR-liðinu sem á köflum sýndi allar sínar bestu hliðar. 

Lesa frétt

Við ætlum í bikarúrslit

KR og ÍBV keppa í dag á Alvogen-vellinum í undanúrslitum Borgunarbikarsins og hefst leikurinn klukkan 18. KR-klúbburinn verður með hamborgara- og drykkjasölu í KR-heimilinu frá kl. 16.30. Sigurliðið í leiknum mætir Val í úrslitaleik keppninnar þann 15. ágúst. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 
 

Leikir / Úrslit

Pepsi deildin

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012