Fréttir

Rúnar Már skaut KR út úr Evrópukeppninni

KR tapaði í dag fyrir svissneska liðinu Grasshopper í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, 1-2. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 3-3. Það var Rúnar Már Sigurjónsson sem skoraði bæði mörk svissneska liðsins en Morten Beck skoraði mark KR, jafnaði í 1-1 snemma í síðari hálfleik áður en Rúnar Már skoraði sigurmarkið. 

lesa meira

Glimrandi leikur gegn Fylki

KR vann glæsilegan 4-1 útisigur gegn Fylki í kvöld og færðist þar með fjær falllsætunum. KR spilaði glimrandi vel í kvöld og ekki lítur út fyrir annað en nýjum þjálfara, Willum Þór Þórssyni, hafi tekist að snarbreyta leik liðsins til batnaðar . KR-liðið var flugbeitt í kvöld, mikil vinnsla og barátta í leikmönnum, samleikur prýðilegur og færi nýtt af fagmennsku og sjálfsöryggi. 

Lesa frétt

Fylkir - KR á sunnudagskvöld

KR sækir Fylki heim í Árbæinn á sunnudagskvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. Það þarf ekki að fara mörgu orðum um hvað mikilvægur þessi leikur er KR, sem er í 10. sæti, en Fylki er í því ellefta. Með tapi færist KR niður í fallsæti. Núna er kominn tími til að snúa ærlega við blaðinu í deildinni eftir frábært gengi í Evrópukeppninni undanfarið. 

Lesa frétt

Frábær frammistaða gegn Grasshopper

KR gerði í kvöld 3-3 jafntefli gegn svissneska stórliðinu Grasshopper í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Staðan í leikhléi var 2-0 fyrir gestina, en Daninn Morten Beck Andersen, sem skipt var inn á í byrjun síðari hálfleiks fyrir Hólmbert Friðjónssjón, skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Grasshopper komst aftur yfir en Óskar Örn Hauksson jafnaði úr vítaspyrnu á 77. mínútu. Frábær úrslit. 

Lesa frétt

KR - Grasshopper á fimmtudag

KR mætir hinu þekkta svissneska liði Grasshopper í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn verður á Alvogen-vellinum á fimmtudagskvöld kl. 19.15 en síðari leikurinn verður úti í Sviss eftir viku. Þrátt fyrir erfitt gengi í deild og bikar í sumar hefur frammistaðan í Evrópukeppninni verið góð. Vonandi heldur það áfram gegn Grasshopper. Möguleikarnir á því að slá út svissneska liðið verða hins vegar að teljast harla litlir en góðir leikir gegn þessum andstæðingi geta slípað til og brýnt liðið í komandi átökum í Pepsi-deildinni.

Lesa frétt

 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012