Guðjón Orri Sigurjónsson, varamarkvörður KR, sem kom inn í liðið vegna leikbanns Beitis Ólafssonar, reyndist hetja KR í sigurleik gegn Víkingum í Víkinni, er hann varði vítaspyrnu eftir um hálftímaleik. Reyndist þetta augnablik vendipunktur í leiknum sem KR vann 0-2.