Fréttir

Viðunandi frammistaða og úrslit

FH og KR gerðu jafntefli 1-1 í frestuðum leik í 14. umferð Pepsideildarinnar, í Kaplakrika á fimmtudeginum. Þetta var taktískur baráttuleikur tveggja sterkra liða sem léku varfærnislega. Ekki var mikið um opin færi en leikurinn þó þokkalega líflegur á köflum. Atli Guðnason kom FH yfir um miðjan síðari hálfleik með marki eftir hornspyrnu. KR-ingar björguðu fyrst á línu en Atli var vel staðsettur í frákastinu og kom boltanum í markið. 

lesa meira

FH - KR fimmtudag kl. 17

FH og KR eigast við á Kaplakrikavelli á fimmtudag kl. 17. Nú þegar örfáar umferðir eru eftir af mótinu er FH á toppnum en KR er í þriðja sæti, níu stigum frá toppnum. Því miður er ólíklegt að sigur gegn FH færi KR Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni en hins vegar eru sigurmöguleikar töluverðir enda hefur gengið nokkuð vel gegn FH-ingum undanfarin ár. FH vann fyrri leik liðanna í vor 1-0 en KR s ló hins vegar FH út úr Borgunarbikarnum með 1-0 sigri og varð bikarmeistari. 

Lesa frétt

Stórsigur á Fylki

KR vann öruggan sigur á Fylki í Árbænum á sunnudag, 4-0, í miklum rokleik fyrir framan tæplega 800 áhorfendur. Kraftmikill leikur KR-liðsins sem hefur vart að öðru raunhæfu að keppa þessa dagana en að halda 3. sætinu í deildinni og enda mótið með sóma, en Evrópusæti er þegar tryggt með bikarmeistaratitlinum. 

Lesa frétt

Fylkir - KR sunnudag kl. 17

Fylkir og KR eigast við í Pepsi-deild karla klukkan 17 á sunnudag á Fylkisvelli. Fyrri leik liðanna á KR-velli í sumar lauk með naumum sigri KR, 1-0. KR er í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn og of mörgum stigum frá toppnum til að raunhæfir möguleikar séu á að verja Íslandsmeistaratitilinn. Verkefnið framundan er að klára deildina með sóma og halda þriðja sætinu, en Evrópusæti er þegar tryggt með bikarmeistaratitlinum. 

Lesa frétt

KR sigurvegari í 1. deild kvenna

KR og Þróttur léku til úrslita um toppsætið í 1. deild kvenna á laugardag en bæði liðin höfðu tryggt sér sæti í Pepsi-deild. KR vann leikinn 2-1 og er því 1. deildar meistari. Þróttur komst í fyrri hálleik en Margrét María Hólmarsdóttir svaraði með tveimur mörkum. Sigurmarkið skoraði hún á 54. mínútu leiksins. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

KR-ÍBV

Pepsi deildin

KR-völlur

SUNNUDAGURINN 21. SEPTEMBER KLUKKAN 16.00

Pepsi deildin

 
1. FH
19 13 6 0 37-12 45
2. STJARNAN 19 13
6
0 36-20 45
3. KR
19
11 3 5 32-20 36
4. VÍKINGUR
19 9 3 7 24-22 30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012