Fréttir

Vorfundur KR-klúbbsins verður á sumardaginn fyrsta

KR-klúbburinn fagnar nýju sumri og nýju spennandi keppnistímabili á sumardaginn fyrsta, eða næstkomandi fimmtudag. Ársmiðar verða afhentir í KR-heimilinu frá klukkan 17 til 20 en klukkan 20 hefst kynningarfundur með leikmönnum og þjálfurum meistaraflokks karla. Veitingar verða í boði.

lesa meira

Jacob Schoop genginn til liðs við KR

KR-ingar sömdu í dag við danska leikmanninn Jacob Schoop. Jacob kemur til KR frá danska liðinu OB, en kappinn hefur spilað 64 leiki í dönsku úrvalsdeildinni .
 
Jacobi er lýst sem örvfættum, kraftmiklum, fljótum og teknískum leikmanni á kr.is, opinberri heimasíðu félgsins. Jacob er hugsaður sem miðjumaður í KR liðinu, en hann getur einnig brugðið sér í hlutverk vinstri bakvarðar. 
 
Jacob mun fljúga til Spánar á morgun og hitta nýja liðsfélaga sína sem staddir eru þar í landi í æfingaferð.
 
KRReykjavik.is býður Jacob hjartanlega velkominn í KR og væntir mikils af honum í KR búningnum í sumar. 
 

Lesa frétt

Fleiri viðtöl Miðjunnar við leikmenn KR

Miðjan heldur áfram að hita upp fyrir komandi keppnistímabil með hressum viðtölum við leikmenn KR. Að þessu sinni var rætt við þá Pálma Rafn, Grétar Sigfinn og Gunnar Þór. Góða skemmtun.

Lesa frétt

Viðtöl við leikmenn KR - Myndband frá Miðjunni

Hér má sjá frábært upphitunarmyndband frá Miðjunni þar sem rætt er við nokkra leikmenn KR um komandi keppnstímabil og fótbolta yfirleitt. 

Lesa frétt

Guðmundur Andri til reynslu hjá AZ Alkmaar

Guðmundur Andri Tryggvason mun í næstu viku halda til Hollands þar sem hann verður við æfingar hjá AZ Alkmaar.
 
Guðmundur Andri er á eldra ári þriðja flokks hjá KR og hefur leikið með öðrum flokki félagsins á þessu tímabili auk þess að spila með meistaraflokknum í Reykjavíkurmótinu og í Lengjubikarnum.
 
Andri er þessa stundina staddur í Rússlandi þar sem hann er í landsliðshópi U-17 ára landsliðsins sem spilar þessa dagana í milliriðli fyrir EM 2015.
 
KRReykjavik.is óskar Andra góðrar ferðar til Hollands og góðs gengis við æfingar á hollenskri grundu. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 
 

Mest lesið

Næsti leikur

KR-Stjarnan

Meistarar meistaranna

 

 

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012