Fréttir

Hver vill mæta KR í bikarnum?

Gengi KR í bikarkeppni hefur verið frábært undanfarin ár og liðið vann enn eitt afrekið í þeirri keppni í kvöld með því að slá FH út í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í frábærlega skemmtilegum baráttuleik á Alvogen-vellinum. Lokatölur 2-1 fyrir KR. Annað árið í röð slær KR FH út úr bikarnum. 

lesa meira

Stórleikur KR og FH í Borgunarbikarnum

KR tekur á móti FH í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á Alvogen-vellinum og hefst leikurinn kl. 20. KR er eins og allir vita núverandi bikarmeistari en FH vann síðast bikarinn árið 2010 með sigri á KR í úrslitaleik. KR vann síðan bikarinn 2011, 2012 og 2014. 

Lesa frétt

Góð úrslit gegn Cork City

 KR gerði 1:1 jafn­tefli við írska liðið Cork City í 1. um­ferð for­keppni Evr­ópu­deild­ar UEFA í kvöld. Cork komst í for­ystu snemma leiks með skalla­marki Alan Benn­ett eft­ir auka­spyrnu á 19. mín­útu. Markið kom gegn gangi leiks því KR-ing­ar höfðu verið betri aðil­inn fram­an af. KR var ekki lengi að svara og jafnaði met­in með skalla­marki Óskars Arn­ar Hauks­son­ar á 29. mín­útu úr horn­spyrnu sem Jacob Schoop tók.

Lesa frétt

Cork City - KR í dag

KR mætir írska liðinu Cork City á Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og hefst leikurinn kl. 18.45. Leiknum verður lýst í KR-útvarpinu og hefst útsendingin kl. 17.45 á FM 98,3 og einnig má hlusta á útsendinguna á internetinu á netheimur.is 
 
 

Lesa frétt

Naumur sigur skilaði KR upp í annað sætið

KR er meistaralið hvort sem liðið verður Íslandsmeistari í ár eða ekki. Liðið vinnur marga titla og er nánast á hverju ári mjög ofarlega í deildinni, frá 1. til 4.sætis og vinnur síðan bikarkeppnina hvað eftir annað. Það er eitthvað sem veldur því að smáatriði falla með meistaraliðum og þau vinna hnífjafna leiki þar sem fátt skilur á milli liða. Það gerðist í kvöld, þegar KR vann Leikni, í leik þar sem varla sást opið færi allan tímann. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 
 

Leikir / Úrslit

Pepsi deildin

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012