Fréttir

Emil Atlason á leiðinni í 1860 Munchen?

Samkvæmt frétt á vefsíðunni fotbolti.net hefur 1860 Munchen áhuga á því að fá Emil Atlason lánaðan út tímabilið.
 
1860 leikur í þýsku B deildinni og stendur þar í harðri fallbaráttu og er í leit að liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins.
 
Þýskir fjölmiðlar telja að Emil Atlason sé á óskalista forráðamanna þýska félagsins. 
 
Emil Atlason hefur áður haldið á þýska grundu til þess að reyna að heilla forráðamenn þýskra félaga, en hann hefur verið til reynslu hjá St. Pauli og Hoffenheim. 
 
KRReykjavik.is mun fylgjast náið með framvindu mála hjá Emil og flytja fregnir af hans málum um leið og þær berast.  

lesa meira

KR með fullt hús stiga í Reykjavíkurmótinu

KR sigraði í gær Fram með tveimur mörkum gegn engu í öðrum leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Það voru Kristinn Jóhannes Magnússon og Guðmundur Andri Tryggvason sem skoruðu mörk KR liðsins. Guðmundur Andri opnaði þar með markareikning sinn fyrir meistaraflokk KR.  
 
Kristinn Jóhannes skoraði laglegt mark eftir glæsilega sókn KR-inga þegar um það bil 15 mínútur voru liðnar af leiknum. KR liðið hafði góð tök á leiknum, voru meira með boltann og sköpuðu mun fleiri góð færi en Framarar.
 
Andri skoraði svo annað mark KR þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Mark Andra kom eftir aukaspyrnu frá Almarri Ormarssyni.  
 
Níu af átján leikmönnum í leikmannahópi KR í leiknum í gær leika með öðrum flokki félagsins og tólf leikmenn eru uppaldir hjá félaginu. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Vesturbæjarstórveldinu.  
 

Lesa frétt

Sigur í fysta leik Reykjavíkurmótsins

KR-ingar fara vel af stað í Reykjavíkurmótinu, en liðið bar sigurorð af Fylki með tveimur mörkum gegn einu í gærkvöldi. Mörk KR í leiknum skoruðu Almarr Ormarsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Emil Atlason sá um að leggja upp bæði mörk KR liðsins í leiknum. 
 
Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan var 1-0 Fylki í vil þegar flautað var til hálfleiks.
 
KR jafnaði svo leikinn um miðjan seinni hálfleikinn. Almarr skoraði þá laglegt mark eftir góða sendingu frá Emil Atlasyni. Gunnar Þór tryggði síðan KR sigur með marki þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Emil skallaði boltann til Gunnars sem kláraði færið með góðu skoti.
 
Næsti leikur KR í Reykjavíkurmótinu er fimmtudaginn 22. janúar þegar liðið mætir Fram í Egilshöll.  

Lesa frétt

Sören Fredriksen genginn til liðs við KR

KR hefur samið við danska framherjann Sören Fredriksen, en Sören kemur til félagsins frá tvöföldu dönsku meisturunum í Álaborg. Sören er 25 ára leikmaður sem hefur mestan part ferils síns spilað sem vinstri kantmaður og framherji. Sören lék 22 leiki með Álaborg á síðasta tímabili, aðallega sem vinstri kantmaður og skoraði eitt mark. 
 
Sören er fjölhæfur leikmaður sem þekktur er fyrir vinnusemi sína, en leikmaðurinn getur leyst allar stöður framarlega á vellinum. 
  
Sören kemur til landsins í byrjun febrúar og verður löglegur með KR liðinu 20. febrúar.
 
KRReykjavik.is býður Sören hjartanlega velkominn í Vesturbæinn og væntir mikils af þessum fjölhæfa leikmanni. 

Lesa frétt

Henrik Bödker í þjálfarateymi KR-inga

KR hefur samið við Danann Henrik Bödker um að koma inn í þjálfarateymi félagsins. Bödker mun sinna stöðu yfirmarkmannsþjálfara og aðstoðarþjálfara, ásamt því að sinna öðrum verkefnum fyrir félagið. 
 
KRReykjavik.is býður Danann síkáta hjartanlega velkominn í Vesturbæinn og væntir mikils af störfum hans fyrir Vesturbæjarstórveldið.

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

KR-Fjölnir

Reykjavíkurmótið

Egilshöllin

Fimmtudagurinn 29. jan klukkan 21.00

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012