Fréttir

Guðmundur Andri til reynslu hjá AZ Alkmaar

Guðmundur Andri Tryggvason mun í næstu viku halda til Hollands þar sem hann verður við æfingar hjá AZ Alkmaar.
 
Guðmundur Andri er á eldra ári þriðja flokks hjá KR og hefur leikið með öðrum flokki félagsins á þessu tímabili auk þess að spila með meistaraflokknum í Reykjavíkurmótinu og í Lengjubikarnum.
 
Andri er þessa stundina staddur í Rússlandi þar sem hann er í landsliðshópi U-17 ára landsliðsins sem spilar þessa dagana í milliriðli fyrir EM 2015.
 
KRReykjavik.is óskar Andra góðrar ferðar til Hollands og góðs gengis við æfingar á hollenskri grundu. 

lesa meira

Atli Hrafn Andrason til reynslu hjá Heerenveen

Atli Hrafn Andrason mun halda til Hollands um páskana og verður við æfingar hjá hollenska liðinu Heerenveen.
 
Atli Hrafn er á eldra ári 3. flokks hjá KR og hefur spilað með öðrum flokki félagsins á þessu tímabili auk þess að leika með meistaraflokki á Reykjavíkurmótinu og í Lengjubikarnum.
 
Þá var Atli valinn í æfingahóp U-17 ára landsliðsins sem kom saman til æfinga á dögunum.
 
KRReykjavik.is óskar Atla góðrar ferðar til Hollands og vonar að honum gangi vel við æfingar hjá Heerenveen.   

Lesa frétt

KR gerði jafntefli við KA fyrir norðan

KR gerði 2-2 jafntefli við KA í blíðskaparveðri á Akureyri í gær. Það voru Þorsteinn Már Ragnarsson og Gary John Martin sem skoruðu mörk KR í leiknum. 
 
Það blés ekki byrlega fyrir KR-inga í fyrri hálfleik, en KA menn komust í 2-0 eftir um það bil hálftíma leik. Leikmenn KR tóku sér hins vegar tak og jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleikinn.  
 
KR sótti svo án afláts og freistaði þess að tryggja sér sigur í leiknum en allt kom fyrir ekki og sættu liðin sig því við jafnan hlut í leiknum.
 
Lið KR í leiknum í gær var þannig skipað: Sindri Snær Jensson - Gonzalo Balbi Lorenzo, Rasmus Steenberg Christiansen (Grétar Sigfinnur Sigurðarson '46), Skúli Jón Friðgeirsson, Aron Bjarki Jósepsson - Kristinn Jóhannes Magnússon, Almarr Ormarsson - Sören Fredriksen, Pálmi Rafn Pálmason (f), Gary John Martin - Þorsteinn Már Ragnarsson. 
 
Næsti leikur KR er gegn Gróttu og fer hann fram fimmtudaginn 26. mars á Vivaldi vellinum úti á Seltjarnarnesi. 

Lesa frétt

Kristófer Eggertsson á skotskónum með Ólsurum um helgina

Sóknarmaðurinn Kristófer Eggertsson sem er á láni hjá Víkingi Ólafsvík frá KR var á skotskónum með Ólsurum um helgina. Kristófer skoraði þá eitt fjögurra marka Víkings Ólafsvíkur í 4-0 sigri liðsins gegn BÍ/Bolungarvík.
 
Egill Jónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Torfi Karl Ólafsson léku einnig með Ólsurum á laugardaginn.
 
KRReykjavik.is vonar að Kristófer Eggertsson haldi áfram að vera iðinn við kolann hjá Víkingi Ólafsvík á næstunni og síðan í sumar.  

Lesa frétt

Óskar Örn búinn að opna markareikning vestanhafs

Kantaðurinn knái, Óskar Örn Hauksson, sem er í láni hjá kanadíska liðinu FC Edmonton frá KR, skoraði í sínum fyrsta leik fyrir kanadíska liðið á laugardaginn.
 
FC Edmonton lék þá sinn fyrsta æfingaleik á tímabilinu þegar liðið mætti Jacksonville United. Óskar Örn og félagar hans unnu öruggan 6-0 sigur í leiknum og skoraði Óskar eitt marka liðsins.
 
Óskar lagði síðan upp mark fyrir sóknarmanninn Tomi Ameobi sem lék með BÍ/Bolungarvík og Grindavík hér á landi. 
 
FC Edmonton mætir Tampa Bay Rowdies í æfingaleik á miðvikudaginn og Carolina Railhawks á laugardaginn. 
 
NASL deildin hefst svo laugardaginn 4. apríl og FC Edmonton leikur við Jacksonville Armada í fyrsta leik sínum.

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

Grótta-KR

Lengjubikarinn

Vivaldi völlurinn

Fimmtudagurinn 26. mars klukkan 18.30

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012