KRReykjavik.is var fyrst um sinn opinber heimasíða knattspyrnunnar í KR. Sigurður Helgason setti heimasíðuna á laggirnar árið 2005 og sá Almar Möller um hönnun síðunnar. KRReykjavik.is þróaðist síðar yfir í það að vera óopinber heimasíða stuðningsmanna KR. KRReykjavik.is er í dag fréttaveita um málefni tengd KR með áherslu á umfjöllun um meistaraflokk karla í knattspyrnu. Síðan var opnuð sem slík 25. febrúar 2006 og tóku bræðurnir Stefán, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir þá við sem umsjónarmenn síðunnar.
 
Síðsumars árið 2010 urðu svo ritsjórnarskipti hjá KRReykjavik.is þegar bræðurnir sögðu skilið við síðuna og við starfi ritstjóra tók Hjörvar Ólafsson. Ágúst Borgþór Sverrisson bættist svo við í ritstjórn síðunnar í byrjun september 2012. Vorið 2015 lét Hjörvar Ólafsson af störfum sínum sem ritstjóri síðunnar.
 
Sumarið 2009 hófu forsvarsmenn KRReykjavik.is að birta myndbönd með umfjöllun fyrir og eftir leiki KR undir merkjum KR-TV. Bræðurnir Benedikt og Hlynur Valssynir tóku við sem sjónvarpsstjórar KR-TV fyrir tímabilið 2011.
 
Heimasíðan KRReykjavik.is sinnir því umfjöllun um málefni tengd KR með þrennum hætti. Með fréttaflutningi á KRReykjavik.is, í gegnum KR-TV og þá gefst stuðningsmönnum KR tækifæri að tjá skoðanir sínar í gegnum spjallborð, fésbókina og twitter.
 
Starfsmenn KRReykjavik.is eru eftirtaldir aðilar.
 
Ágúst Borgþór Sverrisson. Ritstjóri. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012