KR í vinnusóttkví og á að mæta Breiðablik á mánudagskvöld

Leikur Breiðabliks og KR í Pepsi Maxdeildinni sem fram átti að fara á sunnudag hefur verið færður til mánudagskvöld kl. 19.15. Leikurinn verður á Kópavogsvellli. KR-ingar eru nú í vinnusóttkví eftir heimkomu sína frá Eistlandi í gærkvöld en okkar menn féllu úr leik úr Evrópudeildinni eftir tap gegn Flora Tallin, 1-2. 
 
KR-ingar vilja að leiknum verði frestað fram í október en KSÍ hefur ekki orðið við þeirri beiðni. Ekki er þó útséð með að leiknum verði frestað frekar. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012