Frábær frammistaða Gróttu - Skammarleg frammistaða KR

Afleit frammistaða gegn Gróttu í fyrsta deildarleik nágrannana. KR-ingar voru eðlilega meira með boltann en spiluðu hægt og árangurslítið, Pálmi Rafn Pálmason sagði í viðtali við fótbolta.net eftir leikinn að frammistaða KR hefði verið til skammar. Leikurinn fór 1-1.
 
Leikmaður Gróttu fékk rautt spjald seint í fyrri hálfleik eftir harða tæklingu. Sú ákvörðun var umdeild. Þrátt fyrir að leika einum fleiri meirihluta leiksins sköpuðu KR-ingar sér fá færi og sóknarleikurinn var lengst af hægur, fyrirsjáanlegur og ómarkviss. Sérstaklega var pirrandi að sjá leikmenn okkar hvað eftir annað reyna langar og fastar stungusendingar með sterkum vindi og oftast enduðu þær tilraunir í útsparki frá Gróttumarkinu. 
 
Snemma í síðari hálfleik skoraði Grótta upp úr aukaspyrnu, eftir klafs í teignum. 
 
Pablo Punyed jafnaði eftir eina af fáum virkilega góðu sóknum KR í leiknum, eftir fyrirgjöf frá Stefáni Árna Geirssyni. 
 
Hrósa verður Gróttumönnum fyrir frábæran varnarleik, góða vinnslu og mikla baráttu. Þrátt fyrir að vera einum færri rúmlega allan síðari hálfleikinn tókst Gróttu að halda KR í skefjum allan tímann. 
 
Allt hrós fer til Gróttu eftir þennan leik og þeir voru vel að jafnteflinu komnir. 
 
 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012